Framtíðarsýn og markmið

Fálkasetur Íslands hefur mótað sér framtíðarsýn og sett sér metnaðarfull markmið.  Fálkasetur Íslands stefnir að því að:

  • Vera einn helsti miðlari vísindalegrar þekkingar og vöktunar á fálka- og rjúpnastofninum til almennings á Íslandi.
  • Auka þekkingu og virðingu almennings á fálkanum, lifnaðarháttum, vistfræði og tengslum hans við aðrar fuglategundir.
  • Halda upp lifandi starfsemi þar sem tengsl vísindalegrar þekkingar og menningar eru í hávegum höfð.
  • Skapa atvinnu og hafa jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélagið.

Markmið Fálkaseturs Íslands eru að:

  • Miðla með sýningu, vettvangsferðum, vefsíðu og vefmyndavél vísindalegri og staðbundinni þekkingu um fálkann og rjúpuna til ferðamanna, heimafólks, veiðimanna, skóla og fræðimanna.
  • Nýta þekkingu um fálkann og rjúpuna í Þingeyjarsýslum til að auka ánægju og upplifun gesta og gera dvöl þeirra á svæðinu innihaldsríka og skemmtilega.
  • Fræða almenning um mikilvægi Þingeyjarsýslna sem búsvæði fálka og rjúpna.
  • Fræða almenning um íslenska fálkann og íslensku rjúpuna og auka virðingu á lifnaðarháttum tegundanna, vistfræði og tengslum þeirra.
  • Halda nafni Theodórs Gunnlaugssonar á lofti og framlagi hans, sem sjálfmenntaðs fræðimanns, til aukinnar þekkingar almennings á náttúru landsins.
  • Auka skilning og ábyrgð almennings á náttúrunni, náttúrulegri framvindu, líffræðilegum fjölbreytileika, tengslum í náttúrunni og tengslum manns og náttúru.
  • Auka skilning og ábyrgð veiðimanna á sjálfbærum rjúpnaveiðum og góðri umgengni um veiðilendur.
  • Hagnýta náttúrufarslega sérstöðu norðausturlands varðandi þessar einstöku tegundir til að lengja dvöl ferðamanna á svæðinu, samfélaginu til heilla.
  • Skapa vettvang til eflingar rannsókna á fálka og rjúpu.
  • Auka heildarvirði svæðisins fyrir ferðaþjónustu og auka fjölda ferðamanna í Norður-Þingeyjarsýslu.