Nöfn fálka

Latneska nafnið Falco rusticolus er talið þannig tilkomið: Falco vísar til einhvers sem er krókbogið en í tilviki fálkans getur það bæði átt við nefið og klærnar. Rusticus (rus = sveit) vísar til sveitarinnar og colare (colare = búa) til þess sem býr. Tegundaheitið rusticolus skírskotar því til íbúa sveitarinnar en kjörsvæði fálkans eru einmitt opin svæði túndrunnar – óbyggðanna.

Íslenski fálkinn hefur ýmis önnur heiti, sum algeng alþýðuheiti en önnur eru forn og lítt þekkt hjá almenningi. Algengustu alþýðuheiti yfir fálkann eru valur, veiðifálki og haukur. Af öðrum heitum má nefna hábrók, hálfhvíturfálki, hvít(i)fálki (öðru nafni grænlandsfálki), neffölur, slagfálki, valfugl, valhaukur og vargfálki. Á meðal eggjasafnara hefur orðið klettarotta verið notað.

Teikning: Jón Baldur Hlíðberg