Lítið um fálka í Jökulsárgljúfrum í sumar

Fálkavarp var með minnsta móti í Jökulsárgljúfrum í sumar. Aðeins er vitað um eitt par sem kom upp ungum. Parið var á óðali nálægt miðjum gljúfrunum og kom upp tveimur ungum. Í Ásbyrgi var í vor fálkapar sem hóf varp, þ.e. fuglarnir voru æstir vegna nærveru manna og kvenfuglinn sást liggja á um vorið. Einhverra hluta vegna varð þó ekkert úr þessari varptilraun,þegar líða tók á sumarið hættu fálkarnir að sjást við varpstaðinn. Ekki er vitað hvað veldur slæmu gengi fálkans í Gljúfrunum í ár en fálkar verpa ekki árlega og fer það meðal annars eftir líkamsástandi kvenfuglsins hvort af varpi verður. Hugsanlega hafa veiðar fálkans gengið erfiðlega um vorið en rjúpnastofninn er á niðurleið um þessar mundir.

Comments are closed.