Rjúpan

Fjallrjúpan (Lagopus muta) er ein af þremur tegundum orrafugla af ættkvíslinn Lagopus. Hinar tegundirnar eru dalrjúpa og bergrjúpa. Fjallrjúpan er ein norðlægasta fuglategund heims þar sem hún lifir árið um kring á landsvæðum sem næst liggja norðurpólnum. Vegna mikillar útbreiðslu og margra einangraðra stofna eru undirtegundir fjallrjúpunnar margar eða 30 talsins. Fjallrjúpurnar á Íslandi eru taldar til sérstakrar undirtegundar sem finnst hvergi annarsstaðar og ber fræðiheitið Lagopus muta islandorum.

Á Íslandi finnast rjúpur um allt land, bæði á hálendi og láglendi allan ársins hring. Kjörlendi hennar eru lyngmóar og þar er hún í mestum þéttleika. Á Norðausturlandi eru víðáttumikil og þurr heiðalönd einkennandi, dæmigerð kjörlendi rjúpunnar. Þar er þéttleiki hennar mestur.