Fálkasetrið

Fálkasetur Íslands í Ásbyrgi var stofnað þann 1. mars 2011. Fálkasetrið byggir á fjórum meginþáttum.

  • Nýta einstakar aðstæður í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum til að fræða almenning um íslenska fálkann, lifnaðarhætti hans og tengsl við aðrar tegundir og þá sérstaklega rjúpuna.
  • Auka framboð á náttúrutengdri afþreyingu og koma til móts við vaxandi áhuga ferðamanna á fuglaskoðun.
  • Halda nafni Theodórs Gunnlaugssonar á lofti og framlagi hans til aukinnar þekkingar almennings á náttúru Íslands.
  • Stuðla að verndun íslenska fálkastofnsins með aukinni fræðslu og miðlun vísindalegrar þekkingar á tegundinni.