Fálkinn

Fálki (Falco rusticolus) er stærstur allra fálkategunda. Hann er einnig norðlægastur þeirra allra, með útbreiðslu allt í kringum...

Rjúpan

Fjallrjúpan (Lagopus muta) er ein af þremur tegundum orrafugla af ættkvíslinn Lagopus. Hinar tegundirnar eru dalrjúpa og bergrjúpa...

Fréttir

Fálkasetur Íslands á Facebook

Fálkasetur Íslands hefur nú sett upp Facebook síðu þar sem myndir, tíðindi og annað tengt starfsemi og hugðarefnum félagsins mun birtast. Gera má ráð fyrir að tíðni birtinga verði eitthvað meiri þar en hér á þessari síðu, en þar má nú m.a. sjá myndband af fálka gæða sér á æðarkollu við Lón í Kelduhverfi. Slóðin á Facebook síðu Fálkasetursins er www.facebook.com/Falkasetur

Gönguferð á fálkaslóðir

Norðausturhorn landsins er gríðarlega mikilvægt búsvæði fálka en þar er aðalfæða hans rjúpan einnig í mestum þéttleika. Í Jökulsárgljúfrum er kjörlendi fálkans og þéttleiki fálkaóðala er óvíða jafn mikill og þar. Undir leiðsögn félaga í Fálkasetri Íslands verður farði í gönguferð á fálkaslóðir í Jökulsárgljúfrum laugardaginn 5. júlí 2014. (meira…)

Skoða allar fréttir

Um Fálkasetur Íslands

Fálkasetur Íslands í Ásbyrgi var stofnað þann 1. mars 2011. Fálkasetrið byggir á fjórum meginþáttum.

  • Nýta einstakar aðstæður í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum til að fræða almenning um íslenska fálkann, lifnaðarhætti hans og tengsl við aðrar tegundir og þá sérstaklega rjúpuna.
  • Auka framboð á náttúrutengdri afþreyingu og koma til móts við vaxandi áhuga ferðamanna á fuglaskoðun.
  • Halda nafni Theodórs Gunnlaugssonar á lofti og framlagi hans til aukinnar þekkingar almennings á náttúru Íslands.
  • Stuðla að verndun íslenska fálkastofnsins með aukinni fræðslu og miðlun vísindalegrar þekkingar á tegundinni.

Meira