Fálki og rjúpa í forgangi hvað varðar vöktun fuglastofna

Náttúrufræðistofnun Íslands gaf nýlega út skýrslu um vöktun íslenskra fuglastofna. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands og hægt er að nálgast hana með því að smella hér. Í skýrslunni er safnað saman upplýsingum um stofna allra íslenskra fuglategunda og vaktanir á þeim sem framkvæmdar eru. Tegundum er forgangsraðað í fjóra flokka eftir nauðsyn vöktunar og byggir hún annars vegar á mikilvægi Íslands fyrir viðkomandi tegund og hins vegar á verndargildi hennar. Bæði fálki og rjúpa eru ásamt 19 öðrum tegundum sett í efsta flokkinn þ.e. þann flokk sem talið er forgangsmál að vakta vegna ábyrgðar og verndargildis. Núverandi vöktun rjúpnastofnsins er talin viðunandi en hins vegar er talið að bæta þurfi vöktun fálkastofnsins. Ekki er getið í skýrslunni hvað þurfi að bæta til að vöktun fálkastofnsins teljist viðunandi en varp og varpárangur fálkans er vaktaður í Þingeyjarsýslum þar sem talið er að um 10-15% stofnsins  eigi sín heimkynni. Þessi vöktun hefur verið í gangi allt frá árinu 1981 og er afar mikilvægt að haldi áfram.

Comments are closed.