Gönguferð á fálkaslóðir

Norðausturhorn landsins er gríðarlega mikilvægt búsvæði fálka en þar er aðalfæða hans rjúpan einnig í mestum þéttleika. Í Jökulsárgljúfrum er kjörlendi fálkans og þéttleiki fálkaóðala er óvíða jafn mikill og þar. Undir leiðsögn félaga í Fálkasetri Íslands verður farði í gönguferð á fálkaslóðir í Jökulsárgljúfrum laugardaginn 5. júlí 2014. Meira

Fréttir af aðalfundi Fálkaseturs Íslands

Aðalfundur Fálkaseturs Íslands var haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Á undan fundinum var fræðsluerindi um rjúpuna sem Aðalsteinn Örn Snæþórsson stjórnarmaður í Fálkasetrinu hélt. Á fundinn og erindið mættu 15 félagar Fálkasetursins. Meira