Gönguferð á fálkaslóðir

Norðausturhorn landsins er gríðarlega mikilvægt búsvæði fálka en þar er aðalfæða hans rjúpan einnig í mestum þéttleika. Í Jökulsárgljúfrum er kjörlendi fálkans og þéttleiki fálkaóðala er óvíða jafn mikill og þar. Undir leiðsögn félaga í Fálkasetri Íslands verður farði í gönguferð á fálkaslóðir í Jökulsárgljúfrum laugardaginn 5. júlí 2014. Lagt verður af stað frá Gljúfrastofu kl. 10:00, þar sem sameinast verður í bíla ef þess þarf. Áætlað er að ferðin taki 3-6 klst. Útbúnaður: Góðir skór, nesti, eitthvað að drekka og hlífðarfatnaður eftir því sem við á. Einnig er gott að hafa sjónauka meðferðis.

Comments are closed.