Rannsóknir á fálka

Á Náttúrufræðistofnun Íslands er unnið að langtíma rannsóknaverkefni sem snýst um verndun fálkans.  Verkefnið hefur staðið frá árinu 1981 og er bundið við Norðausturland en þar er helsta höfuðvígi fálkans. Umsjónarmaður rannsóknarinnar er Dr. Ólafur Karl Nielsen en hann hefur haft umsjón með verkefninu frá upphafi.

Megintilgangur verkefnisins er að:

  • Fylgjast með stofnbreytingum fálka þannig að á hverjum tíma séu til upplýsingar um stofnþróun hans.
  • Rannsaka stofn- og atferlissvörun fálka við 10 ára stofnsveiflu rjúpunnar til að meta þátt fálka í 10 ára stofnsveiflum rjúpunnar.

Rannsóknasvæðið á Norðausturlandi er í Þingeyjarsýslum. Það nær yfir um 5000 ferkílómetra en á þessu víðáttumikla svæði eru þekkt rúmlega 80 fálkaóðul. Á hverju ári eru öll fálkaóðul á svæðinu heimsótt til að fá mat á stærð fálkastofnsins, viðkomu fuglanna og fæðu.

Heimildir um fálka