Verndun fálka

Fálkinn (Falco rusticolus) hefur verið alfriðaður á Íslandi frá árinu 1940. Fyrir miðja síðustu öld hafði þrengt mjög að stofninum og friðun löngu orðin tímabær. Eggja- og ungataka fyrri ára hafði sett sitt mark á stofninn en einnig varð fálkinn fyrir barðinu á skipulegri herferð gegn vargfuglum sem hófst seint á 19. öld og hélst við fram á 20. öldina. Herferðinni var meðal annars beint gegn haförnum enda eitt af markmiðum herferðarinnar  að vernda æðarvarp við Breiðarfjörð. Hafernir og fálkar voru skotnir þar sem til þeirra náðist og voru greiddar 20 krónur fyrir fuglinn en það þóttu miklir peningar í þá daga. Á svipuðum tíma hófst einnig herferð gegn refum og voru eitruð hræ borin út og skilin eftir á víðavangi. Hafernir og fálkar sóttu í hræin og drápust af völdum eitursins. Haförninn var alfriðaður árið 1914.

Árið 1919 var fálkinn einnig friðaður með lögum enda hafði honum fækkað mjög mikið. Þeim lögum var hinsvegar aflétt árið 1930 og milli 1930 og 1940 var skotið talsvert af fálka til uppstoppunar. Á þeim tíma var gengið mjög nærri stofninum.

Í dag er fálkinn á Válista Náttúrufræðistofnunar Íslands og er þar flokkaður sem tegund í yfirvofandi hættu. Helstu ógnir við fálkann eru taldar vera: