Hnignun rjúpnastofnsins

Fálkinn er algjörlega háður rjúpunni (Lagopus muta) og reyndar verpa fálkar hvergi hér í heimi nema þar sem rjúpur er að finna.  Stofnstærð íslenska fálkans er breytileg og fylgir hann náttúrulegri stofnsveiflu íslenska rjúpnastofnsins. Íslenski rjúpnastofninn breytist reglulega þannig að á um 10 ára fresti eru hámarksár í stofninum og mest er um fálka 2-4 árum eftir hámarksár rjúpunnar. Íslenska rjúpnastofninum hefur hnignað og stofnstærð rjúpnastofnsins í hámarksárum nú er talsvert minni en þekkist á stóru hámarksárunum um miðja síðustu öld. Athuganir sýna að fálkastofninum hefur einnig hnignað verulega, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi en á þessum landsvæðum hefur rjúpu fækkað mjög mikið.

Ein af meginforsendum þess að lífvænlegur fálkastofn haldist í landinu er að rjúpnastofninn rétti úr kútnum og helst að hann komist til fyrra horfs.